Ljósgarður
HeimAustrænar LækningarHeilun & OrkuvinnaGanapati JyotishSoul Realignment

Velkomin í Ljósgarð 

Ljósgarður er heilunarsetur tileinkað austrænum lækningum ásamt öðrum óhefðbundnum lækningar og heilunaraðferðum. Upphaflega stofnuðu Einar Benedikt og Guðrún Rúnel hugleiðslu- og heilunarsetur í Reykjavík árið 1993 og hafa þau starfað saman síðan. 

Einar Benedikt Gröndal O.B.T., M.Sci., L.Ac.

Einar er sérfræðingur í austrænum náttúrulækningum. Hann lauk BA prófi í Vedískum vísindum og Ayurveda frá Maharishi International University 1986 og seinna 4 ára Master of Science prófi í nálastungum og jurtalækningum frá Pacific College of Oriental Medicine 2001. Að auki stundaði Einar 2 ára framhaldsnám í næringarefnafræði við Bridgeport University. Hann hefur einnig lokið diplomum í O.B.T. (Oriental Body Therapy), TEC (The Emotion Code) og AK (Applied Kinesiology). Einar er sérhæfður í endurhæfingu á íþrótta meiðslum (Sports Medicine Acupuncture) ásamt eyrna-nálastungum og bætiefnameðferð fyrir einstaklinga með reykinga, fíkniefna- og áfengisvandamál. 
Einar kenndi klíniskar nálastungur við Pacific College of Oriental Medicine í 11 ár. Þar lagði hann áhersu á nálastungur fyrir íþróttameiðsl og hafði yfirumsjón með nálastungumeðferðum við RIMAC íþróttamiðstöð University of California í San Diego.  

Rúnel Guðmundsdóttir H.H.P. 
Certified Soul Realignment Practitioner 

Rúnel er Holistic Health Practitioner. Hún starfaði í 14 ár sem græðari og nuddari í San Diego í Kaliforníu og sem aðstoðar kennari við Pacific College of Oriental Medicine við kennslu í lífæra og lífeðlisfræði og Tui Na kínverskt heilsu- og endurhæfingar nudd. Hún hefur einnig lokið námi í Applied Kinesiology og The Emotion Code ásamt því að hafa starfað sem Reiki Meistari í 28 ár.
Rúnel leggur mikla áherslu á Body- og Emotion Code aðferðirnar ásamt því að vera Soul Realignment Practitioner en sú aðferð vinnur markvisst að samhæfingu líkamlegrar tilvistar okkar við sálina. 

Ljósgarður

S: 557-2302
Email: ljosgardur@gmail.com

Ljósgarður býður uppá:

Nálastungur
• Nudd meðferð, tuina
• Applied Kinesiology
• MDAC meðferð við ofnæmi og óþoli
Emotion og Body Code heilun
• Quantum Laser ljósmeðferð
• Reiki

60 min. 9.000 kr.

Öryrkjar 7.000 kr.
Börn undir 12 ára 5.000 kr.
Fjarheilun fyrir dýr 5.000 kr.

Alhliða meðferð við verkjum, 
áföllum og kulnun. 
Meðhöndlun á líkamlegri og 
andlegri streytu.  
Unnið með orkurásirnar, orkulíkamana, orkustöðvarnar og fleira.


• Soul Realignment 
15.000 kr.

• Jyotish (Vedísk stjörnuspeki) 
13.000 kr.

​NÁMSKEIÐ Í
NÁTTÚRULEGRI MEÐHÖNDLUN Á STREITU


Kendar eru aðferðir til að: 

• Fá skýra svörun frá líkamanum
• Tengjast undirmeðvitundinni
• Finna og leiðrétta líkamleg og tilfinningaleg ójafnvægi 
• Vinna með líffæra og innkirtla kerfi líkamans
• Skilja og leiðrétta tengsl milli vöðva og líffæra
• Skilja orðsök streitu og veikinda (undirliggjandi vandamál)  
• Ofnæmisprófa og leiðréttinga ofnæmi og ofurviðkvæmni 
Einnig er unnið með áföll, hugsana og hegðunar munstur og margt fleira.

Prentað námsefni fylgir (á Íslensku) en við mælumst til að komið sé með glósubók.

Nánari upplýsingar og skráning:

Sími: 557-2302 
Email: ljosgardur@gmail.com ​​