Ljósgarður
HeimAustrænar LækningarHeilun & OrkuvinnaGanapati JyotishSoul Realignment

Nálastungur
Með örþunnum nálum má hreifa við flæði orku, blóðs og næringar til að skapa líkamlegt jafnvægi. Á þennan hátt má minka verki, slaka á vöðvum, róa hugan og hafa áhrif á starfsemi innri líffæra líkamans. Ransóknir hafa sýnt mikla aukningu endorfína og kanabinoiða eftir nálastúngu meðferð. Þetta veldur vellíðan og minkar verki. Nálastungur hafa reynst vel við ýmiskonar vanlíðan, verkjum og við meðhöndlun margskonar sjúkdóma. Nálarnar eru sótthreinsaðar og einnota. Þær skera ekki húð og vefi líkamans eins og sprautunálar heldur ýta frekar vefnum til hliðar og gera því lítinn sem engan skaða. 

Cupping og Moxa
Í cupping eru notuð bollalaga áhöld til að skapa sog. Þetta eykur blóðflæði og liðkar undirliggjandi vöðva og vefi. Moxa er notað til að hita svæði líkamans til að auka flæði orku og blóðs. Báðar aðferðirnar eru frábærar við verkjum og stífleika. Þær eru líka notaðar til meðferðar á alvarlegri sjúkdómum.

Kínverskar Jurtir
Jurtir eru notaðar í ýmsum formum (þurrkaðar, tinktúrur, extrakt...). Þær hreifa orku líkamans á ákveðinn hátt og hafa áhrif á marga líkamlega þætti eins og blóðflæði, bólgur, verki ofl. Jurta fræðin er flókin og þarfnast mikils skilnings á bæði vestrænni og austrænni læknisfræði. Allar jurtir sem við notum hafa staðist gæðapróf, innihalda eingin skordýraeitur, þúngamálma né ónáttúrulegan áburð. Geta má þess að mörg ef ekki flest lyf sem notuð eru í læknisfræði í dag eiga uppruna sinn í jurta heiminum.

Tui Na
Tui Na er nudd aðferð sem byggist á ofangreindum hugmyndum austrænna lækninga. Þessi aðferð er að mörgu leyti ólík hefðbundnu nuddi og inniheldur léttar teygjur, púnkta nudd og einnig aðferðir til að leiðrétta stöðu vöðva og beina (''bone setting'' á ensku en er ekki það sama og hnikkingar). Tui Na er mikið notað við verkjum, meiðslum og til endurhæfingar.
Aðferðir tengdar austrænum lækningum ​​Aðferðir tengdar austrænum lækningum


Applied Kinesiology
Vöðvaprófanir eru vel þekktar á meðal heilara. Einstakir vöðvar eru notaðir til að greina jákvæða eða neikvæða svörun. Viðbrögð líkamans eru ætíð í samræmi við undirmeðvitund okkar. Aðferðin er aðallega byggð á hugmyndum austrænna lækninga þar sem hver vöðvi er tengdur ákveðinni orkurás og líffæri. Við höfum stundað þessa aðferð í 20 ár og hefur hún reynst okkur mjög vel.
​​
EDT Electro Dermal Testing 
Hægt er að mæla heilbrigði líffæra og orkurása á rafrænan hátt. Með þessu rafræna kerfi "BioMeridian" er hægt að komast að því hvað eflir eða veikir líkamann. Boðið er uppá ofnæmis prófun og meðferð, ásamt næringarefna ráðgjöf. Viðkomandi fær útprentaðan lista yfir ofnæmisvalda og einnig ráðgjöf og meðferð varðandi önnur vandamál.

Stjörnuspeki /Ganapati Jyotish.
​Jyotish er talið vera eitt elsta form af stjörnuspeki. Einar hefur stundað þessi fræði í meira en 25 ár. Hann notar þessi fræði til að fá heildar mynd af lífsferli einstaklings. Finna má hverskonar ójafnvægi liggja á bak vandamála og oft má fá innsýn í hvernig meðferð hentar best við meðhöndlun þeirra. Einar gefur einnig leiðbeiningar varðandi hvernig hægt er að minka neikvæð árif pláneta s.kv. Ganapati hefðini. Orku pláneta má til dæmis færa í jákvæðan farveg með notkun TEC (emotion code), Steinum, málmum, Yagya o.fl. aðferðum. Nauðsynlegt er að gefa upp fæðingardag, tíma og fæðingarstað þegar Jyotish lestur er pantaður. 

Austrænar lækningar


Elstu rituðu heimildir (Huangdi Neijing 黄帝内经) sýna að lækningar aðferðir kínverja voru háþróaðar þegar þær voru fyrst skrifaðar niður um 2200 árum fyrir krist. Nálastungunálar og ílát sem héldu lækninga jurtir hafa fundist í gröfum frá því um 3000 til 3500 árum fyrir krist. Þessar ævafornu lækningar aðferðir Kínverja voru settar saman í eitt kerfi TCM (Traditional Chinese Medicine) eftir valdatöku kommúnista 1949. Margar af þessum aðferðum voru upp að því leynilega stundaðar innan einstakra fjöldskyldna og í klaustrum Búddista og Daoista. Þessar lækninga aðferðir voru þó útbreiddar um alla Asíu og eru því oftast kallaðar austrænar læknigar.  
Grunn hugmyndafræði Kínverskra lækninga skiptir líkömum manna og dýra í innri líffæri (zàng-fǔ/脏腑) og orkurásir (jīng luò/经络). Hinir mismunandi vefir líkamans ásamt tilfinningum og hugsunum tilheyra svo hver sýnu líffæri. Þegar líffærin veikjast er of mikil eða of lítil orka til staðar og þá staðnar orkan. Verkir koma fram þegar orka (qì/氣), blóð (xuě/血) og næring komast ekki gegnum orkurásirnar, líffærin eða aðra vefi líkamans. Á orku rásunum eru margir púnktar eða svæði þar sem má hafa áhrif á orkuna í rásunum og líffærunum t.d. til að auka eða minka orku og blóð hvers líffæris. Tilgangurinn er að skapa jafnvægi og vellíðan. Hér að neðan er stutt umfjöllun um helstu aðferðir sem við notum til að skapa slíkt jafnvægi, vellíðan og þar með bætta heilsu.