Ljósgarður
HeimAustrænar LækningarHeilun & OrkuvinnaGanapati JyotishSoul Realignment

Nálastungur og jurtalækningar

Með örþunnum nálum má hreifa við flæði orku, blóðs og næringar til að skapa líkamlegt jafnvægi. Á þennan hátt má minka verki, slaka á vöðvum, róa hugan og hafa áhrif á starfsemi innri líffæra líkamans. Ransóknir hafa sýnt mikla aukningu endorfína og kanabinoiða eftir nálastúngu meðferð. Þetta veldur vellíðan og minkar verki. Nálastungur hafa reynst vel við ýmiskonar vanlíðan, verkjum og við meðhöndlun margskonar sjúkdóma. Nálarnar eru sótthreinsaðar og einnota. Þær skera ekki húð og vefi líkamans eins og sprautunálar heldur ýta frekar vefnum til hliðar og gera því lítinn sem engan skaða. 

Jurtir eru notaðar í ýmsum formum (þurrkaðar, tinktúrur, extrakt...). Þær hreifa orku líkamans á ákveðinn hátt og hafa áhrif á marga líkamlega þætti eins og blóðflæði, bólgur, verki ofl. Jurta fræðin er flókin og þarfnast mikils skilnings á bæði vestrænni og austrænni læknisfræði. Allar jurtir sem við notum hafa staðist gæðapróf, innihalda eingin skordýraeitur, þúngamálma né ónáttúrulegan áburð. Geta má þess að mörg ef ekki flest lyf sem notuð eru í læknisfræði í dag eiga uppruna sinn í jurta heiminum.Austrænar lækningar


Elstu rituðu heimildir (Huangdi Neijing 黄帝内经) sýna að lækningar aðferðir kínverja voru háþróaðar þegar um þær var fyrst ritað fyrir um 2200 árum fyrir krist. Nálastungunálar og ílát sem héldu lækninga jurtir hafa fundist í gröfum frá því um 3000 til 3500 árum fyrir krist. Þessar ævafornu lækningar aðferðir Kínverja voru settar saman í eitt kerfi TCM (Traditional Chinese Medicine) eftir valdatöku kommúnista 1949. Margar af þessum aðferðum voru upp að því leynilega stundaðar innan einstakra fjöldskyldna og í klaustrum Búddista og Daoista. Þessar lækninga aðferðir voru þó útbreiddar um alla Asíu og eru því oftast kallaðar austrænar læknigar.  
Grunn hugmyndafræði Kínverskra lækninga skiptir líkömum manna og dýra í innri líffæri (zàng-fǔ/脏腑) og orkurásir (jīng luò/经络). Hinir mismunandi vefir líkamans ásamt tilfinningum og hugsunum tilheyra svo hver sýnu líffæri. Þegar líffærin veikjast er of mikil eða of lítil orka til staðar og þá staðnar orkan. Verkir koma fram þegar orka (qì/氣), blóð (xuě/血) og næring komast ekki gegnum orkurásirnar, líffærin eða aðra vefi líkamans. Á orku rásunum eru margir púnktar eða svæði þar sem má hafa áhrif á orkuna í rásunum og líffærunum t.d. til að auka eða minka orku og blóð hvers líffæris. Tilgangurinn er að skapa jafnvægi og vellíðan. Hér að neðan er stutt umfjöllun um helstu aðferðir sem við notum til að skapa slíkt jafnvægi, vellíðan og þar með bætta heilsu.